HABBY / BROOKLYN / BANDARÍKIN

Ég heiti Habby Osk, er 37 ára. Bý í Brooklyn og hef verið þar að verða 10 ár. Ég hef búið erlendis mest megnis eftir menntaskóla, fyrst til Kaupmannahafnar og síðan lærði ég myndlist í AKI í Hollandi og var þar í 5 ár. Flutti þaðan til New York og fór í mastersnám í myndlist í School of Visual Arts. Hef líka búið stuttlega í Boston og í Berlín.

Habby hefur sumsjé m.a. búið í Köben, Boston, Berlín, Brooklyn. Hvað eru mörg B í því?

slide 2017

 

H&H: Uppáhalds listasafn&gallerí í borginni?

H: Ég á svolítið erfitt með að gera upp á milli listasafnanna hérna, sveiflast hvað er í uppáhaldi hverju sinni en finnst alltaf áhugavert að fara t.d. á New Museum og Brooklyn Museum. Uppáhaldsgalleríin eru 303 Gallery, David Zwirner, Hauser&Wirth í Chelsea. Síðan á Lower East Side get ég nefnt 11 Rivington, Participant Inc, Essex Flowers og Regina Rex. Í Brooklyn eru það Interstate Projects, GCA Salon, Orgy Park.

 

H&H: Uppáhalds tjill/hangistaður í borginni?

H: Ég myndi segja að uppáhalds tjill/hangistaður er einn bar í götunni minni, Heavy Woods og síðan eiginlega þakið hjá mér.

„Ótrúlega gott að hanga þar
með útsýni yfir stóran hluta borgarinnar.“

Jello 2017

H&H: Hverju mælirðu með fyrir listamenn eða listunnendur að gera í borginni?

H: Ég mæli með við alla sem koma í heimsókn að rölta um borgina án einhvers sérstaks áfangastaðar. Mannlífið er svo ótrúlega fjölbreytt og áhugavert. Náttúrlega líka fara á söfnin og galleríin. En ekki vera bara inn á Manhattan heldur fara í hin hverfin líka t.d. fara á Queens Museum, þar er líka stór garður með Unisphere frá World’s Fair. Það er alltaf eitthvað áhugavert að sjá í hvaða hverfi sem maður er staddur.

H&H: Hvernig er listasenan í borginni?

H: Listasenan er mjög stór hérna og ótrúlega margir listamenn hérna, bæði heimsfrægir og minna þekktir, sem að gera áhugaverða hluti. Það eru náttúrlega margir um hitunina hér og mikil samkeppni...

„...en samt sem áður hjálpast listamenn að og styðja hvern annan.“

H&H: Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

H: Næst á dagskrá er sölusýning í stúdíóinu mínu núna í mars, sem var eiginlega óvart. Ég og meðleigjandinn minn í stúdíóinu höfum verið að gera upp hluta af því til að leigja út en síðan gerðum við það svo fínt að þetta lítur út eins og sýningarrými þannig að við ætlum að prófa að nota það sem slíkt og sjá hvernig gengur. 

„Síðar á árinu er sýning á Íslandi og hérna í New York.“

H&H: Hefur þú fengið greitt fyrir vinnu þína sem myndlistarmaður? (Við hvaða aðstæður og í hvaða landi?)

H: Já ég hef fengið greitt fyrir vinnu mín sem myndlistarmaður en er nú alltaf í mínus efnis- og tímakaupi samt sem áður. Fékk stundum greitt fyrir gjörninga í Hollandi og síðan við sölu verka hérna í New York og á Íslandi. Minnir að ég hafi fengið greitt í Þýskalandi einu sinni. Svo á Íslandi líka fyrir að sýna og listamannalaun.

Á ísland stendur SÍM fyrir herferðinni Við borgum myndlistarmönnum, með það m.a. að markmiði að koma á framlagssamningi svo að myndlistarmenn fari að fá borgað fyrir að sýna á opinberum söfnum, og reyna að breyta viðhorfi almennings og yfirvalda á listaruglið.

H&H: Hvernig standa yfirvöld ykkar borgar/lands sig í þessum efnum?

H: Yfirvöld standa sig ekki hér þegar kemur að styrkjum, það eru styrkir sem eru hægt að sækja um en þeir koma ekki frá ríki/borg nema kannski einn sem ég veit um. Gæti verið að borgin setji fjármagn inn í samtök sem gefa styrki en veit það satt best segja ekki nógu vel. Söfnin hér eru náttúrulega vel fjármögnuð, annars gætu þau ekki sýnt alla þessa heimsklassalistamenn. Er ekki nógu vel að mér í þeim málum til að segja um hversu mikið fólk fær borgað og hvaðan nákvæmlega fjármagnið kemur. En auðvitað eiga yfirvöld á Íslandi að setja meira fjármagn inn í opinberar listastofnanir svo að myndlistarmenn fái borgað.

 
 

 

„Ég held að fólki þætti það
fáranleg hugmynd ef leikarar atvinnuleikhúsanna fengju ekki borgað… sé ekki muninn þarna.“ H&H: Vinnur þú vinnu auk myndlistarinnar?

H: Yfirleitt er ég með einhvers konar vinnu til að borga leigu, reikninga o.s.fr. Sveiflast á milli þess að vera í lausamennsku og fastri vinnu. Get ekki ákveðið mig hvort hentar betur. 

 

„Best væri náttúrlega að myndlistin væri full vinna.“